Handbolti

Hlakkar til að takast á við Spánverjana

Nordic Photos / Getty Images

"Ég verð að viðurkenna það að mér líður öllu betur núna en eftir síðustu leiki. Ég er mjög ánægður með hvernig liðið spilaði og það var gaman að sjá liðið loksins spila vel í 60 mínútur," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í samtali við Rúv eftir glæsilegan sigur íslenska landsliðsins á Ungverjum á EM í kvöld.

"Að vísu fóru nokkur færi forgörðum hjá okkur í byrjun en við vissum að ef við yrðum agaðir gætum við unnið þennan leik."

"Snorri Steinn spilaði mjög vel en þetta var fyrst og fremst liðsheildin hjá okkur sem var að skapa þetta. Okkur hlakkar núna til að takast á við Spánverjana á morgun þar sem við verðum að ná að endurtaka þetta."

"Þetta hefur verið mikil þjáning hjá okkur undanfarna daga og ég hugsa að stemmingin sé betri núna hjá strákunum," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×