Heimsmeistararnir mæta Evrópumeisturunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2008 14:21 Frakkinn Nikola Karabatic hefur verið einn allra besti leikmaður mótsins til þessa. Nordic Photos / AFP Sex leikir eru á dagskrá Evrópumótsins í handbolta í dag og tekur Vísir hér saman hvað er undir í leikjunum. Milliriðill 1 15.15 Króatía - Svartfjallaland Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir Króata en Svartfellingar hafa enn ekki unnið leik á mótinu. Liðið komst í milliriðlakeppnina á jafntefli við Rússa og töpuðu í gær fyrir Slóvenum, 31-29. Króatar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik á EM í gær er liðið var tekið í kennslustund af Dönum, 30-20. Úrslitin þýða að hörð barátta er framundan um sæti í undanúrslitunum og má Króatía alls ekki við því að misstíga sig aftur. 17.15 Pólland - Danmörk Þessi leikur er upp á líf og dauða fyrir Pólverja sem náðu öðru sætinu á HM í fyrra. Í gær gerði Pólland jafntefli við Noreg og stendur verst af þeim fjórum liðum í 1. milliriðli sem keppa um sætin tvö í undanúrslitunum. Ef Danmörk vinnur hins vegar leikinn stendur liðið vel að vígi fyrir lokaumferðina. 19.15 Slóvenía - Noregur Slóvenar eiga enga von um að komast í undanúrslitin en gætu gert atlögu að þriðja sætinu í riðlinum. Slóvenar unnu Svartfellinga í gær en það var aðeins annars sigur þeirra á mótinu. Þeir eiga því enn eftir að sanna sig gegn sterkari þjóðum mótsins og vilja sjálfsagt gera það, þó ekki nema bara stoltsins vegna. Gestgjafarnir hafa verið afar sterkir á þessu móti en voru fyrirfram ekki taldir líklegir til að ná alla leið í undanúrslitin. Norðmenn gerðu jafntefli við Pólverja í gær og töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á mótinu. Nú er hins vegar spurning hvort að bólan springi eða Norðmenn taka enn eitt skref í átt að verðlaunasæti á mótinu. Milliriðill 2 15.15 Spánn - Svíþjóð Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Tap þýðir að sæti í undanúrslitunum verði afar fjarlægur draumur, sérstaklega fyrir Spánverja sem töpuðu í gær fyrir Frökkum, 28-27. Svíar gerðu jafntefli við Ungverja og naga sig sjálfsagt í handabökin í dag. Bæði lið þurfa nauðsynlega á því að halda að Frakkar vinni Þjóðverja í dag. Ef Þjóðverjar vinna verður erfitt að velta bæði Frakklandi og Þýskalandi úr efstu tveimur sætum riðilsins. 17.15 Þýskaland - Frakkland Þarna mætast núverandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Frakkar eru eina þjóðin á mótinu sem hafa unnið alla leiki sína til þessa og þykja gríðarlega öflugir. Frakkar unnu í gær Spánverja en Spánn vann átta marka sigur á Þýskalandi í riðlakeppninni. Með sigri tryggja Frakkar sér sigur í riðlinum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það er því að miklu að keppa fyrir þá því þar með geta þeir hvílt sig í lokaumferð milliriðlakeppninnar fyrir átökin um helgina. Þjóðverjar vilja þó vitaskuld vinna leikinn í dag enda liðið í góðri stöðu eins og er. 19.15 Ungverjaland - Ísland Ísland á enn veika von um að ná þriðja sætinu í riðlinum en þurfa þá að vinna báða leiki sína sem eftir eru í milliriðlinum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Strákarnir okkar eru þó fyrst og fremst að spila upp á stoltið eftir að hafa verið hreinlega niðurlægðir í þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu. Ungverjar hafa komið á óvart og unnu til að mynda Spánverja á fyrsta keppnisdegi mótsins. Liðið náði jafntefli gegn Svíþjóð í gær og ætla sér örugglega sigur í kvöld enda sæti í undanúrslitunum enn raunhæfur möguleiki fyrir þá. Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Sex leikir eru á dagskrá Evrópumótsins í handbolta í dag og tekur Vísir hér saman hvað er undir í leikjunum. Milliriðill 1 15.15 Króatía - Svartfjallaland Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir Króata en Svartfellingar hafa enn ekki unnið leik á mótinu. Liðið komst í milliriðlakeppnina á jafntefli við Rússa og töpuðu í gær fyrir Slóvenum, 31-29. Króatar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik á EM í gær er liðið var tekið í kennslustund af Dönum, 30-20. Úrslitin þýða að hörð barátta er framundan um sæti í undanúrslitunum og má Króatía alls ekki við því að misstíga sig aftur. 17.15 Pólland - Danmörk Þessi leikur er upp á líf og dauða fyrir Pólverja sem náðu öðru sætinu á HM í fyrra. Í gær gerði Pólland jafntefli við Noreg og stendur verst af þeim fjórum liðum í 1. milliriðli sem keppa um sætin tvö í undanúrslitunum. Ef Danmörk vinnur hins vegar leikinn stendur liðið vel að vígi fyrir lokaumferðina. 19.15 Slóvenía - Noregur Slóvenar eiga enga von um að komast í undanúrslitin en gætu gert atlögu að þriðja sætinu í riðlinum. Slóvenar unnu Svartfellinga í gær en það var aðeins annars sigur þeirra á mótinu. Þeir eiga því enn eftir að sanna sig gegn sterkari þjóðum mótsins og vilja sjálfsagt gera það, þó ekki nema bara stoltsins vegna. Gestgjafarnir hafa verið afar sterkir á þessu móti en voru fyrirfram ekki taldir líklegir til að ná alla leið í undanúrslitin. Norðmenn gerðu jafntefli við Pólverja í gær og töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á mótinu. Nú er hins vegar spurning hvort að bólan springi eða Norðmenn taka enn eitt skref í átt að verðlaunasæti á mótinu. Milliriðill 2 15.15 Spánn - Svíþjóð Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Tap þýðir að sæti í undanúrslitunum verði afar fjarlægur draumur, sérstaklega fyrir Spánverja sem töpuðu í gær fyrir Frökkum, 28-27. Svíar gerðu jafntefli við Ungverja og naga sig sjálfsagt í handabökin í dag. Bæði lið þurfa nauðsynlega á því að halda að Frakkar vinni Þjóðverja í dag. Ef Þjóðverjar vinna verður erfitt að velta bæði Frakklandi og Þýskalandi úr efstu tveimur sætum riðilsins. 17.15 Þýskaland - Frakkland Þarna mætast núverandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Frakkar eru eina þjóðin á mótinu sem hafa unnið alla leiki sína til þessa og þykja gríðarlega öflugir. Frakkar unnu í gær Spánverja en Spánn vann átta marka sigur á Þýskalandi í riðlakeppninni. Með sigri tryggja Frakkar sér sigur í riðlinum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það er því að miklu að keppa fyrir þá því þar með geta þeir hvílt sig í lokaumferð milliriðlakeppninnar fyrir átökin um helgina. Þjóðverjar vilja þó vitaskuld vinna leikinn í dag enda liðið í góðri stöðu eins og er. 19.15 Ungverjaland - Ísland Ísland á enn veika von um að ná þriðja sætinu í riðlinum en þurfa þá að vinna báða leiki sína sem eftir eru í milliriðlinum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Strákarnir okkar eru þó fyrst og fremst að spila upp á stoltið eftir að hafa verið hreinlega niðurlægðir í þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu. Ungverjar hafa komið á óvart og unnu til að mynda Spánverja á fyrsta keppnisdegi mótsins. Liðið náði jafntefli gegn Svíþjóð í gær og ætla sér örugglega sigur í kvöld enda sæti í undanúrslitunum enn raunhæfur möguleiki fyrir þá.
Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira