Heimsmeistararnir mæta Evrópumeisturunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2008 14:21 Frakkinn Nikola Karabatic hefur verið einn allra besti leikmaður mótsins til þessa. Nordic Photos / AFP Sex leikir eru á dagskrá Evrópumótsins í handbolta í dag og tekur Vísir hér saman hvað er undir í leikjunum. Milliriðill 1 15.15 Króatía - Svartfjallaland Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir Króata en Svartfellingar hafa enn ekki unnið leik á mótinu. Liðið komst í milliriðlakeppnina á jafntefli við Rússa og töpuðu í gær fyrir Slóvenum, 31-29. Króatar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik á EM í gær er liðið var tekið í kennslustund af Dönum, 30-20. Úrslitin þýða að hörð barátta er framundan um sæti í undanúrslitunum og má Króatía alls ekki við því að misstíga sig aftur. 17.15 Pólland - Danmörk Þessi leikur er upp á líf og dauða fyrir Pólverja sem náðu öðru sætinu á HM í fyrra. Í gær gerði Pólland jafntefli við Noreg og stendur verst af þeim fjórum liðum í 1. milliriðli sem keppa um sætin tvö í undanúrslitunum. Ef Danmörk vinnur hins vegar leikinn stendur liðið vel að vígi fyrir lokaumferðina. 19.15 Slóvenía - Noregur Slóvenar eiga enga von um að komast í undanúrslitin en gætu gert atlögu að þriðja sætinu í riðlinum. Slóvenar unnu Svartfellinga í gær en það var aðeins annars sigur þeirra á mótinu. Þeir eiga því enn eftir að sanna sig gegn sterkari þjóðum mótsins og vilja sjálfsagt gera það, þó ekki nema bara stoltsins vegna. Gestgjafarnir hafa verið afar sterkir á þessu móti en voru fyrirfram ekki taldir líklegir til að ná alla leið í undanúrslitin. Norðmenn gerðu jafntefli við Pólverja í gær og töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á mótinu. Nú er hins vegar spurning hvort að bólan springi eða Norðmenn taka enn eitt skref í átt að verðlaunasæti á mótinu. Milliriðill 2 15.15 Spánn - Svíþjóð Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Tap þýðir að sæti í undanúrslitunum verði afar fjarlægur draumur, sérstaklega fyrir Spánverja sem töpuðu í gær fyrir Frökkum, 28-27. Svíar gerðu jafntefli við Ungverja og naga sig sjálfsagt í handabökin í dag. Bæði lið þurfa nauðsynlega á því að halda að Frakkar vinni Þjóðverja í dag. Ef Þjóðverjar vinna verður erfitt að velta bæði Frakklandi og Þýskalandi úr efstu tveimur sætum riðilsins. 17.15 Þýskaland - Frakkland Þarna mætast núverandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Frakkar eru eina þjóðin á mótinu sem hafa unnið alla leiki sína til þessa og þykja gríðarlega öflugir. Frakkar unnu í gær Spánverja en Spánn vann átta marka sigur á Þýskalandi í riðlakeppninni. Með sigri tryggja Frakkar sér sigur í riðlinum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það er því að miklu að keppa fyrir þá því þar með geta þeir hvílt sig í lokaumferð milliriðlakeppninnar fyrir átökin um helgina. Þjóðverjar vilja þó vitaskuld vinna leikinn í dag enda liðið í góðri stöðu eins og er. 19.15 Ungverjaland - Ísland Ísland á enn veika von um að ná þriðja sætinu í riðlinum en þurfa þá að vinna báða leiki sína sem eftir eru í milliriðlinum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Strákarnir okkar eru þó fyrst og fremst að spila upp á stoltið eftir að hafa verið hreinlega niðurlægðir í þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu. Ungverjar hafa komið á óvart og unnu til að mynda Spánverja á fyrsta keppnisdegi mótsins. Liðið náði jafntefli gegn Svíþjóð í gær og ætla sér örugglega sigur í kvöld enda sæti í undanúrslitunum enn raunhæfur möguleiki fyrir þá. Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira
Sex leikir eru á dagskrá Evrópumótsins í handbolta í dag og tekur Vísir hér saman hvað er undir í leikjunum. Milliriðill 1 15.15 Króatía - Svartfjallaland Um er að ræða algjöran skyldusigur fyrir Króata en Svartfellingar hafa enn ekki unnið leik á mótinu. Liðið komst í milliriðlakeppnina á jafntefli við Rússa og töpuðu í gær fyrir Slóvenum, 31-29. Króatar töpuðu hins vegar sínum fyrsta leik á EM í gær er liðið var tekið í kennslustund af Dönum, 30-20. Úrslitin þýða að hörð barátta er framundan um sæti í undanúrslitunum og má Króatía alls ekki við því að misstíga sig aftur. 17.15 Pólland - Danmörk Þessi leikur er upp á líf og dauða fyrir Pólverja sem náðu öðru sætinu á HM í fyrra. Í gær gerði Pólland jafntefli við Noreg og stendur verst af þeim fjórum liðum í 1. milliriðli sem keppa um sætin tvö í undanúrslitunum. Ef Danmörk vinnur hins vegar leikinn stendur liðið vel að vígi fyrir lokaumferðina. 19.15 Slóvenía - Noregur Slóvenar eiga enga von um að komast í undanúrslitin en gætu gert atlögu að þriðja sætinu í riðlinum. Slóvenar unnu Svartfellinga í gær en það var aðeins annars sigur þeirra á mótinu. Þeir eiga því enn eftir að sanna sig gegn sterkari þjóðum mótsins og vilja sjálfsagt gera það, þó ekki nema bara stoltsins vegna. Gestgjafarnir hafa verið afar sterkir á þessu móti en voru fyrirfram ekki taldir líklegir til að ná alla leið í undanúrslitin. Norðmenn gerðu jafntefli við Pólverja í gær og töpuðu þar með sínum fyrstu stigum á mótinu. Nú er hins vegar spurning hvort að bólan springi eða Norðmenn taka enn eitt skref í átt að verðlaunasæti á mótinu. Milliriðill 2 15.15 Spánn - Svíþjóð Þetta er gríðarlega þýðingarmikill leikur fyrir bæði lið. Tap þýðir að sæti í undanúrslitunum verði afar fjarlægur draumur, sérstaklega fyrir Spánverja sem töpuðu í gær fyrir Frökkum, 28-27. Svíar gerðu jafntefli við Ungverja og naga sig sjálfsagt í handabökin í dag. Bæði lið þurfa nauðsynlega á því að halda að Frakkar vinni Þjóðverja í dag. Ef Þjóðverjar vinna verður erfitt að velta bæði Frakklandi og Þýskalandi úr efstu tveimur sætum riðilsins. 17.15 Þýskaland - Frakkland Þarna mætast núverandi heimsmeistarar og Evrópumeistarar. Frakkar eru eina þjóðin á mótinu sem hafa unnið alla leiki sína til þessa og þykja gríðarlega öflugir. Frakkar unnu í gær Spánverja en Spánn vann átta marka sigur á Þýskalandi í riðlakeppninni. Með sigri tryggja Frakkar sér sigur í riðlinum og um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Það er því að miklu að keppa fyrir þá því þar með geta þeir hvílt sig í lokaumferð milliriðlakeppninnar fyrir átökin um helgina. Þjóðverjar vilja þó vitaskuld vinna leikinn í dag enda liðið í góðri stöðu eins og er. 19.15 Ungverjaland - Ísland Ísland á enn veika von um að ná þriðja sætinu í riðlinum en þurfa þá að vinna báða leiki sína sem eftir eru í milliriðlinum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Strákarnir okkar eru þó fyrst og fremst að spila upp á stoltið eftir að hafa verið hreinlega niðurlægðir í þremur af fjórum leikjum sínum á mótinu. Ungverjar hafa komið á óvart og unnu til að mynda Spánverja á fyrsta keppnisdegi mótsins. Liðið náði jafntefli gegn Svíþjóð í gær og ætla sér örugglega sigur í kvöld enda sæti í undanúrslitunum enn raunhæfur möguleiki fyrir þá.
Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Sjá meira