Handbolti

Ómögulegt að ná í Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United.
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Predrag Mijatovic, yfirmaður íþróttamála hjá Real Madrid, segir það ómögulegt fyrir félagið að ætla að fá Cristiano Ronaldo til þess.

Ronaldo hefur síðastliðin tvö ár ítrekað verið orðaður við Real Madrid en hann skrifaði á síðasta ári undir samning við Manchester United sem tryggir veru hans þar til ársins 2012.

„Ég lít á þetta sem ómögulegt verkefni," sagði Mijatovic. „Það væri auðvitað ekki slæmt að vera með leikmann eins og Cristiano Ronaldo en hann er nú þegar hjá frábærum klúbbi eins og Manchester United er."

Ronaldo hefur þó sagt að einn daginn vilji hann spila á Spáni og í vikunni lét móðir hans hafa það eftir sér að hún vilji sjá drenginn klæðast búningi Real Madrid áður en ferlinum lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×