Handbolti

Wenta vísaði dönsku pressunni á dyr

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja.
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja. Nordic Photos / AFP

Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Pólverja, úthýsti dönskum fjölmiðlamönnum af æfingu pólska landsliðsins í morgun.

Liðin mætast á EM í handbolta í Noregi í dag og mikið undir fyrir bæði lið. Sigurvegari leiksins fer langt með að tryggja sér sæti í undanúrslitunum.

Leikurinn er sérstaklega mikilvægur fyrir Pólverja sem töpuðu mikilvægu stigi gegn Noregi í gær. Danmörk vann hins vegar stórsigur á Króötum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en danskir fjölmiðlamenn fengu ekki að fylgjast með æfingu Norðmanna fyrir leik þeirra gegn Rússlandi - þrátt fyrir að Danir og Norðmenn voru búnir að mætast í riðlakeppninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×