Handbolti

Jafnt hjá Noregi og Póllandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs. Nordic Photos / AFP
Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Noregs. Nordic Photos / AFP

Noregur og Pólland gerðu 24-24 jafntefli í milliriðli 1 í kvöld. Leikurinn var mjög dramatískur og fjögur rauð spjöld fóru á loft. Pólverjar skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins eftir að heimamenn höfðu haft forystu nær allan seinni hálfleik.

Kjetil Strand skoraði níu mörk í kvöld fyrir norska liðið. Marcin Lijewski skoraði átta mörk fyrir Pólverja. Í hálfleik var staðan 13-12 fyrir Noreg.

Þegar öll lið í milliriðli 1 eru með þrjá leiki á bakinu er Noregur á toppnum með fimm stig en þetta voru fyrstu töpuðu stig þeirra. Króatía og Danmörk hafa fjögur stig, Pólland þrjú, Slóvenía tvö og Svartfjallaland rekur lestina án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×