Handbolti

Danir stóðust prófið með sæmd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kasper Nielsen fer hér fram hjá Króatanum Tonci Valcic.
Kasper Nielsen fer hér fram hjá Króatanum Tonci Valcic. Nordic Photos / AFP

Danska landsliðið gerði sér lítið fyrir og vann tíu marka sigur á Króatíu 30-20 í milliriðli 1. Danir eru því komnir með fjögur stig í riðlinum og komust upp að hlið Króata.

Danska liðið var með leikinn í sínum höndum og hafði sex marka forskot í hálfleiknum. Hans Lindberg var markahæstur Dana í leiknum en hann skoraði sjö mörk.

Kasper Hvidt varði sautján skot í marki danska liðsins. Zlatko Horvat var markahæstur í króatíska liðinu með fimm mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×