Handbolti

Ólafur: Ósáttur með allt

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ólafur Stefánsson, fyrirliði Íslands, var auðvitað ósáttur með tapið gegn Þýskalandi. „Þegar þú tapar leik þá ertu að sjálfsögðu ekki sáttur. Ég vildi vinna þennan leik og við vildum sýna okkar rétta andlit," sagði Ólafur á blaðamannafundi eftir leik.

„Við byrjuðum hræðilega eins og allir sáu. Markmiðið núna bara er a spila leikina tvo vel og komast í forkeppni Ólympíuleikanna og hafa eitthvað til að byggja á eftir mótið."

„Hingað til höfum við ekki spilað eins og við eigum að gera. Við þurfum bara að hugsa sjálfir hvað við getum gert betur og ég er eiginlega bara ósáttur með allt. En það þýðir ekki að hætta heldur hugsa bara um næsta dag. Við viljum sýna í að minnsta kosti einum leik úr hverju við erum gerðir, það höfum við ekki verið að gera," sagði Ólafur.

Tekið af vefsíðu Í blíðu og stríðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×