Handbolti

Vignir: Hef enga skýringu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vignir skorar eitt fjögurra marka sinna í dag.
Vignir skorar eitt fjögurra marka sinna í dag. Nordic Photos / AFP

Vignir Svavarsson var einn besti leikmaður Íslands gegn Þýskalandi í dag en átti engar skýringar á reiðum höndum fyrir tapinu.

„Ég veit ekki hvað gerðist. Við höfum enn ekki náð að spila heilan góðan leik á þessu móti," sagði Vignir í samtali við Geir Magnússon á Rúv.

„Mér fannst við ekki vera of spenntir fyrir þennan leik en samt hef ég engar skýringar á þessari slöku byrjun," sagði Vignir en Þjóðverjar skoruðu fyrstu sex mörk leiksins og fyrsta íslenska markið kom eftir tíu mínútur.

Ísland náði sér þó á strik og tókst að minnka muninn í tvö mörk á 41. mínútu.

„Það jákvæða við þennan leik var kaflinn í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Nú þýðir ekkert annað en að reyna að ná góðum sextíu mínútum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×