Handbolti

Alfreð: Vorum freðnir í byrjun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari. Nordic Photos / AFP

„Við byrjuðum þennan leik alveg skelfilega og menn voru algerlega frosnir fyrstu tíu mínúturnar," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í samtali við Rúv.

„Sóknarleikurinn var mjög hægur og varnarleikurinn hreinlega ekki til staðar. Síðan smátt saman förum við að spila hraðar og betur og vorum komnir inn í leikinn þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik."

„En þá misnotuðum við nokkur góð færi og áttum þar að auki nokkrar mislukkaðar sendingar og þar með var þetta búið."

„Það kostar gríðarlega orku að vinna upp þennan mun sem við gerðum og að keyra áfram liðið á sama mannskapnum. En það var byrjun leiksins sem fór alveg með okkur."

Geir Magnússon hjá Sjónvarpinu spurði Alfreð hvað það þýddi að hafa hornamann í stöðu skyttu hjá liðinu.

„Það segir okkur að við erum einfaldlega skyttulausir."

„Þetta var þó mjög góður leikur hjá okkur frá tíundu til 45. mínútu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×