Handbolti

Ólafur inn fyrir Sverre

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson verður með Íslandi á nýjan leik í dag.
Ólafur Stefánsson verður með Íslandi á nýjan leik í dag. Nordic Photos / AFP

Ólafur Stefánsson kemur inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Þýskaland í dag á kostnað Sverre Andreas Jakobssonar.

Sverre hefur aðeins tekið þátt í einum leik, gegn Frökkum, vegna þeirra veikinda sem hann átti við að stríða skömmu fyrir mót.

Ólafur hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna tognunar á vöðva aftan í læri en mun verða með íslenska liðinu í dag.

Jaliesky Garcia hvílir einnig í dag en hann hefur sömuleiðis verið veikur að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×