Jarðarför Fischers 22. janúar 2008 10:27 Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun
Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER.