Jarðarför Fischers 22. janúar 2008 10:27 Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun
Blessunarlega var ekki blásið til þjóðhátátíðar í beinni útsendingu vegna útfarar Bobby Fischers. Hann var jarðsettur í kyrrþey við austurbakka Ölfusár í gærmorgun að viðstaddri hálfri tylft manna. Svona átti þetta að vera. Svona var Bobby. Svona kom hann okkur á óvart í síðasta sinn. Sérlundaður einfari. Garðar Sverrisson, nánasti vinur skáksnillingsins á síðustu árum hans, lék síðustu fléttuna af trygglyndi og smekkvísi. Endataflið var fumlaust. Það hvílir einhver angurværð og friður yfir þessum endalokum. Þannig átti það að vera. Og þannig var það ... -SER.