Handbolti

Öruggur sigur Frakka á Svíum

Nikola Karabatic og félagar voru ekki í vandræðum með Svíana í kvöld
Nikola Karabatic og félagar voru ekki í vandræðum með Svíana í kvöld AFP

Frakkar eru öruggir í milliriðla á EM eftir að liðið vann öruggan sigur 28-24 á Svíum í Þrándheimi í D-riðli okkar Íslendinga í kvöld. Franska liðið var skrefinu á undan allan leikinn og leiddi 18-13 í hálfleik.

Nikola Karabatic, Oliver Girault og Luc Abalo skoruðu 5 mörk hver fyrir Frakka í kvöld en þeir Martin Boquist, Kim Anderson og Dalibor Doder skoruðu 4 mörk hver fyrir Svía.

Frakkar eru á toppnum í riðlinum með 4 stig, Íslendingar og Svíar hafa 2 stig og Slóvakar eru án stiga á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×