Handbolti

Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur

Alfreð Gíslason var mjög ánægður með leik íslenska landsliðsins í fyrri hálfleik í leiknum gegn Slóvökum á EM í dag. Hann segir liðið þurfa fullkomna einbeitingu ef það ætli sér að eiga möguleika gegn Frökkum á morgun.

"Mér er mikið létt. Þetta var gífurlega ánægður með fyrri hálfleikinn þar sem varnarleikurinn var góður og við fengum frábæra markvörslu frá Hreiðari. Við vorum í nokkrum vandræðum með sóknarleikinn og svo sýndum við það enn og aftur í síðari hálfleik að við getum ekkert í handbolta ef við erum ekki á fullu. Einbeitingin fór í síðari hálfleiknum og við hleyptum þeim aftur inn í leikinn," sagði Alfreð í samtali við Rúv eftir leikinn.

"Það var gott hjá strákunum að koma svona til baka eftir fyrsta leikinn og spila svona hálfleik. Núna stöndum við frammi fyrir því að við eigum möguleika á að fara með tvö stig með okkur í milliriðil með sigri á Frökkum á morgun, það verður mjög erfitt og þá verður að vera einbeiting allan tímann," sagði Alfreð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×