Handbolti

Tilboð Fulham í King samþykkt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marlon King er á leið til Fulham.
Marlon King er á leið til Fulham. Nordic Photos / Getty Images

Fulham hefur látið undan þrýstingnum og samþykkt að reiða fram fimm milljónir punda fyrir framherjann Marlon King.

Watford hafði þegar hafnað tveimur tilboðum Fulham í King. Þar að auki mun Collins John, framherji hjá Fulham, verða lánaður til Watford með það fyrir augum að hann gangi endanlega til liðs við félagið í sumar.

King hefur skorað 37 mörk í 82 leikjum fyrir Watford síðan hann kom til félagsins í desember árið 2005 frá Nottingham Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×