Sérfræðingar segja 16. janúar 2008 11:24 Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun
Íslendingar hafa verið baðaðir sérfræðiálitum um árafjöld. Einna ákafastir og fyrirferðarmestir hafa fjármálasérfræðingar verið á síðustu misserum. Þeir hafa komið sér upp heilu greiningardeildunum - og sitja þar vísast í skjóli nýfengins bankaauðs og ausa úr skálum visku sinnar. Vel greiddir, vel launaðir. Fjölmiðlar hafa framlengt vit þessara manna á síðum sínum og fréttatímum, nokkuð athugasemdalaust. Þetta eru flottir viðmælendur, vel menntaðir og vaskir til orðavals. En hver er þessi sérfræði? Sleiktur putti upp í loftvindana? Ja, lítið meir, sýnist mér. Greiningardeildir bankanna voru á verulegum villigötum mestan part síðasta árs. Þær sáu ekki fyrir ósköpin sem nú æra buddur auðmanna og annarra áhugamanna um úrvarlsvísitölur og hlutabréfaviðskipti. Þær sáu gósentíðina á meðan raunin varð allt önnur. Hvar voru varnaðarorðin ... veruleikinn? Þetta eru áhættuvísindi sem sverja sig meira í ætt við hreina og klára spákaupmennsku fremur en skothelda ráðgjöf. En þetta er fínt orð; greiningardeildir ... Guð hjálpi samt þeim sem fóru að ráðum þeirra ... -SER.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun