Hálfleikur - þó það 15. janúar 2008 13:44 Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun
Skyldi handknattleiksforystan á Íslandi vera ánægð með þjónustu Ríkissjónvarpsins? Ég á bágt með að trúa því. Ísland - Tékkland. Seinni hálfleikur. Ríkið sýndi sumsé seinni hluta landsleiks Íslendinga og Tékka í gær. Það er náttúrlega talsvert. Og auðvitað skárra en að sýna bara fyrri hálfleikinn. Ég er ekki einn um þá skoðun að Ríkissjónvarpið hafi staðið sig illa í umfjöllun um íslenskan handknattleik það sem af er vetri. Ríkið hefur einkarétt á sýningum frá deildarkeppninni. Og til hvers? Það er skrýtinn einkaréttur að sýna helst ekkert frá mótinu í beinni útsendingu. Það er meira sýnt beint frá þýskum handbolta á Íslandi en þeim íslenska. Sem er sérstakt. Öðruvísi mér áður brá. Sú var tíðin að handboltinn var þjóðaríþrótt og leikjum lýst beint í útvarpi og sjónvarpi af þeim myndugleika sem honum bar. Og ber. Handboltinn á Íslandi er að gjalda fyrir þetta metnaðarleysi Ríkisins. Á meðan þjáumst við handboltaunnendurnir. Af því handbolti er flott íþrótt og enn betra sjónvarpsefni. En seinni hálfleikurinn í gærkvöld? Ja, hann var fínn. Áfram Ísland! -SER. Handboltinnsdvbol