Frekari afskriftum spáð hjá Merrill Lynch 11. janúar 2008 10:22 John Thain, nýráðinn forstjóri Merill Lynch. Mynd/AFP Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gæti hugsanlega neyðst til að afskrifta hátt í 15 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, vegna tapa á fasteignalánum fyrirtækisins, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Gangi það eftir eru afskriftirnar talsvert meiri en áður hafði verið reiknað með.Bloomberg-fréttaveitan, sem vitnar til dagblaðsins, segir markaðsaðila hafa áður reiknað með að bankinn gæti þurft að afskrifa 12 milljarða dala á fjórða ársfjórðungi til viðbótar við þá 8,4 milljarða sem varð að strika úr bókum bankans á þriðja ársfjórðungi. Afskriftirnar urðu til þess að Stan O'Neal, forstjóri bankans, var látinn taka poka sinn og hverfa úr forstjórastólnum líkt og forstjórar nokkurra annarra banka og fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem hafa komið illa út úr lausafjárkreppunni. John Thain, forstjóri bandarísku-evrópsku kauphallarinnar NYSE-Euronext, tók við starfi hans í enda síðasta árs.Samtals námu afskriftir stærstu banka Bandaríkjanna um 100 milljörðum dala, jafnvirði rúmra 1.000 milljarða íslenskra króna. Almennt er talið að afskriftirnar verði nokkru minni á síðasta fjórðungi ársins. Það liggur þó enn ekki ljóst fyrir en reiknað er með að endanlegar niðurstöður liggi fyrir þegar bankar í Bandaríkjunum skila inn uppgjörum sínum í næstu viku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira