Handbolti

Króatía vann Danmörku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Goran Spre, leikmaður Króatíu, skorar hér framhjá Kasper Hvidt í marki Danmörku.
Goran Spre, leikmaður Króatíu, skorar hér framhjá Kasper Hvidt í marki Danmörku.
Rétt í þessu var að ljúka handboltaleik Króata og Dana í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Króatía vann 26-24 og mun mæta Frakklandi í undanúrslitum.

Staðan í hálfleik var 14-12, Króötum í vil. Leikurinn var jafn og spennandi en Króatar áttu betri kafla og voru oft skrefinu á undan. Undir lokin náði Danmörk að minnka muninn í eitt mark en Króatar voru í heildina betri og unnu verðskuldaðan sigur.

Kóreumenn og Spánverjar mætast klukkan 12:15 í leik um hvort liðið mætir Íslandi í undanúrslitum á föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×