Ofurhetjan Kreppumann Dr. Gunni skrifar 27. nóvember 2008 06:00 Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert. Ég þarf ekkert endilega að líta svo rosalega upp til hetjunnar - hetjur eru jú bara fólk sem fer á klósettið og svoleiðis - ég verð bara að geta treyst henni hundrað prósent. Ég þarf að geta treyst hetjunni til að fullnægja réttlætinu sem ég og landsmenn öskra nú á með öllum líkamanum. Ég þarf að geta treyst henni til að hugsa um hag landsmanna allra, ekki bara ríkasta laginu. Ég þarf að geta treyst henni til að gera það besta úr þeirri aumkunarverðu stöðu sem við sitjum föst í. Ég þarf hetju sem kveikir bjartsýni og von. Hetju sem lætur mér finnast það á mig leggjandi að halda áfram að vera Íslendingur. Kannski er skíturinn svo djúpur að það þarf ekkert minna en ofurhetju til að redda þessu. Ég læt mig því dreyma um Kreppumann. Hann lætur verkin tala. Kreppumann tekur í lurginn á útrásarvíkingunum. Þeir líta allir út eins og galgopalegir hnakkar og hafa sama viðhorfið: Ég græði og fokk jú. Það duga engin vettlingatök á þetta lið. Landsmenn fagna þegar Kreppumann flýgur hring um landið með alla útrásarhnakkana spriklandi í neti. Auðvitað er hann búinn að frysta eigur þeirra og setja upp í skuldirnar. Og snáfiði svo og komið aldrei aftur, segir Kreppumann og sparkar þeim út úr landhelginni. Kreppumann tekur til í Seðlabankanum. Takk Kreppumann, segir Þorvaldur Gylfason í nýja djobbinu. Ekki málið, segir Kreppumann og flýgur burt með úfnu duglausu belgina. Næst er það Alþingi og Bessastaðir. Takk Kreppumann, segja landsmenn og hefja uppbygginguna í ólgandi bjartsýniskasti. Auðvitað kemur enginn Kreppumann. Margir gera samt sitt besta. Trúbadorar, leikarar og skáld fara mikinn, velmeinandi hagfræðingar koma sterkir inn og ég hló með verkakonunni Margréti þegar hún dissaði hnípinn skógarkött. Enginn þessara er þó á leiðinni upp á vegg hjá mér, held ég. Það er svo sem allt í lagi. Eins lengi og landhreinsunin fer fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert. Ég þarf ekkert endilega að líta svo rosalega upp til hetjunnar - hetjur eru jú bara fólk sem fer á klósettið og svoleiðis - ég verð bara að geta treyst henni hundrað prósent. Ég þarf að geta treyst hetjunni til að fullnægja réttlætinu sem ég og landsmenn öskra nú á með öllum líkamanum. Ég þarf að geta treyst henni til að hugsa um hag landsmanna allra, ekki bara ríkasta laginu. Ég þarf að geta treyst henni til að gera það besta úr þeirri aumkunarverðu stöðu sem við sitjum föst í. Ég þarf hetju sem kveikir bjartsýni og von. Hetju sem lætur mér finnast það á mig leggjandi að halda áfram að vera Íslendingur. Kannski er skíturinn svo djúpur að það þarf ekkert minna en ofurhetju til að redda þessu. Ég læt mig því dreyma um Kreppumann. Hann lætur verkin tala. Kreppumann tekur í lurginn á útrásarvíkingunum. Þeir líta allir út eins og galgopalegir hnakkar og hafa sama viðhorfið: Ég græði og fokk jú. Það duga engin vettlingatök á þetta lið. Landsmenn fagna þegar Kreppumann flýgur hring um landið með alla útrásarhnakkana spriklandi í neti. Auðvitað er hann búinn að frysta eigur þeirra og setja upp í skuldirnar. Og snáfiði svo og komið aldrei aftur, segir Kreppumann og sparkar þeim út úr landhelginni. Kreppumann tekur til í Seðlabankanum. Takk Kreppumann, segir Þorvaldur Gylfason í nýja djobbinu. Ekki málið, segir Kreppumann og flýgur burt með úfnu duglausu belgina. Næst er það Alþingi og Bessastaðir. Takk Kreppumann, segja landsmenn og hefja uppbygginguna í ólgandi bjartsýniskasti. Auðvitað kemur enginn Kreppumann. Margir gera samt sitt besta. Trúbadorar, leikarar og skáld fara mikinn, velmeinandi hagfræðingar koma sterkir inn og ég hló með verkakonunni Margréti þegar hún dissaði hnípinn skógarkött. Enginn þessara er þó á leiðinni upp á vegg hjá mér, held ég. Það er svo sem allt í lagi. Eins lengi og landhreinsunin fer fram.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun