Handbolti

Aron búinn að semja við Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með FH.
Aron Pálmarsson í leik með FH.
Aron Pálmarsson skrifaði í morgun undir fjögurra ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Kiel.

Þetta staðfesti Aron í samtali við Vísi í dag en hann er nú staddur í Þýskalandi.

„Þetta var algjör snilld. Þarna fékk ég að taka í höndina á Alfreð og hann bauð mig velkominn til stærsta félags í heimi," sagði Aron. „Það gerist ekki á hverjum degi."

Aron kemur til Íslands á morgun og hann mun klára tímabilið með FH hér heima. Samningurinn við Kiel tekur svo gildi 1. júlí og mun hann þá flytja til Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×