Handbolti

Dagur búinn að semja við Füchse Berlin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson mun bæði stýra austurríska landsliðinu og Füchse Berlin á síðari hluta ársins.
Dagur Sigurðsson mun bæði stýra austurríska landsliðinu og Füchse Berlin á síðari hluta ársins.
Þýska úrvalsdeildarfélagið Füchse Berlin staðfesti á heimasíðu sinni í kvöld að Dagur Sigurðsson hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Það hefur legið ljóst frá síðustu mánaðamótum að Dagur myndi taka við starfi þjálfara liðsins nú í sumar en nú er formlega búið að ganga frá allri pappírsvinnu.

Dagur tekur við starfinu þann 1. júlí í sumar.

„Það var bara formsatriði að ganga frá samningnum þar sem við vorum búnir að ganga frá samkomulagi okkar á milli. Engu að síður er það góð tilfinning að vera með samninginn undirritaðan í höndunum," sagði Bob Hanning, framkvæmdarstjóri félagsins, á heimasíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×