Sport

Phelps: Ég er orðlaus

Michael Phelps
Michael Phelps AFP

Bandaríski sundkappinn Michael Phelps segist ekki gera sér almennilega grein fyrir því að hann sé orðinn sigursælasti maður í sögu Ólympíuleika eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun númer 10 og 11 í morgun.

Hinn 23 ára gamli sundkappi hefur þegar unnið til fimm gullverðlauna í Peking og getur nú bætt met landa síns Mark Spitz yfir flest gullverðlaun á einum leikum - sjö talsins. Phelps á eftir að keppa í þremur greinum og getur því toppað þann árangur.

"Þetta er ekki búið enn. Ég er ekki ósigrandi og allt getur gerst í næstu þremur greinum," sagði hann, en gott dæmi um það var sú staðreynd að gleraugu hans fylltust af vatni í flugsundinu í morgun og tafði það nokkuð fyrir honum.

"Það er ótrúlegt að vera sá sem unnið hefur flest gullverðlaun í sögu ÓL. Það hljómar eiginlega bara undarlega - ég er orðlaus. Þetta er mikill heiður fyrir mig," sagði Phelps.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×