Handbolti

Ólafur hafði betur gegn Ásgeiri Erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daninn Torsten Laen var markahæstur í liði Ciudad Real í gær. Hér er hann í leiknum.
Daninn Torsten Laen var markahæstur í liði Ciudad Real í gær. Hér er hann í leiknum. Nordic Photos / AFP

Hægriskytturnar Ólafur Stefánsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson áttust við í gær þegar að lið þeirra, Ciudad Real og GOG, mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í Danmörku í gær.

Svo fór að Ólafur og félagar í Ciudad Real höfðu tíu marka sigur, 34-24, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik.

Báðir skoruðu þeir sex mörk fyrir sín lið en Ásgeir Örn var markahæstur leikmanna GOG og Ólafur næstmarkahæstur í liði Ciudad Real.

Þá vann FC Kaupmannahöfn góðan sigur á Rauðu stjörnunni á útivelli, 34-25. Arnór Atlason skoraði þrjú mörk fyrir FCK en Guðlaugur Arnarsson var ekki á leikskýrslu liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×