Handbolti

Aron í landsliðið

Aron Pálmarsson leikmaður FH hefur verið valinn í landsliðið í fyrsta skipti.
Aron Pálmarsson leikmaður FH hefur verið valinn í landsliðið í fyrsta skipti.
Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag val sitt á landsliðinu í handbolta fyrir leikina sem eru fram undan í undankeppni EM 2010.

Ísland leikur í þriðja riðli keppninnar með Noregi, Makedóníu, Eistlandi og Belgíu.

Ísland mætir fyrst Belgum á heimavelli á miðvikudaginn og svo Norðmönnum ytra laugardaginn 1. nóvember.

Guðmundur valdi einn nýliða í landsliðið, FH-inginn Aron Pálmarsson sem hefur verið að gera það gott með liði FH í N1-deild karla. Hann er átján ára gamall.

Ragnar Óskarsson er einnig valinn í liðið í fyrsta sin í langan tíma og þá eru þeir Rúnar Kárason, Fram og Kári Kristjánsson, Haukum, einnig í hópnum.

Þórir Ólafsson og Einar Hólmgeirsson eru einnig valdir á ný eftir nokkuð hlé.

Snorri Steinn Guðjónsson er frá vegna meiðsla og þeir Ólafur Stefánsson og Sigfús Sigurðsson gefa ekki kost á sér.

Hópurinn:

Arnór Atlason, FCK

Aron Pálmason, FH

Ásgeir Örn Hallgrímsson, GOG

Björgvin Gústavsson, Bittenfeld

Einar Hólmgeirsson, Grosswallstadt

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Löwen

Hannes Jón Jónsson, Burgdorf

Hreiðar Guðmundsson, Sävehof

Ingimundur Ingimundarson, Minden

Kári Kristjánsson, Haukum

Logi Geirsson, Lemgo

Ragnar Óskarsson, Dunkurque

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Rúnar Kárason, Fram

Sturla Ásgeirsson, Düsseldorf

Sverre Jakobsson, HK

Vignir Svavarsson, Lemgo

Þórir Ólafsson, Lübbecke



Fleiri fréttir

Sjá meira


×