Handbolti

Ísland mætir Póllandi í fyrramálið

Nú reynir á strákanna okkar sem mæta Pólverjum í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Peking í fyrramálið. Liðið hefur verið að leika vel og eru væntingarnar miklar.

Íslenska liðið hefur ekki beint riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Pólverja á stórmótum undanfarið, og því kominn tími til þess að snúa því við.

Íslenska þjóðin verður að taka daginn snemma því leikurinn hefst klukkan 6:15 að íslenskum tíma í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Pólverjar hafa verið Íslendingum erfiðir

Pólverjar, sem landslið Íslands mætir í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í Peking, hafa verið Íslendingum erfiðir á undanförnum árum. Ísland lagði Pólland síðast að velli í móti í Danmörku í ársbyrjun 2007, 40-39.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×