Innlent

Stjórnarandstaðan boðuð á fund í Ráðherrabústaðnum

Geir H. Haarde hefur boðað stjórnarandstöðuna á fund í Ráðherrabústaðnum. Myndin er gömul.
Geir H. Haarde hefur boðað stjórnarandstöðuna á fund í Ráðherrabústaðnum. Myndin er gömul.

Núna klukkan 11:00 voru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna boðaðir á fund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Nokkur fjöldi fréttamanna er staddur fyrir utan Ráðherrabústaðnum og eftir því sem þeir komast næst hefur verið fundað þar síðan um 8:00 í morgun. Ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun.

Aðilar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru á fundinum auk nokkurra ráðherra úr Ríkisstjórninni. Vænta má tíðinda af fundinum innan skamms, en gera má ráð fyrir að verið sé að kynna stjórnarandstöðunni aðstoð frá IMF.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×