Handbolti

Kiel byrjar vel í Meistaradeildinni

NordicPhotos/GettyImages

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í handbolta hófst í gærkvöld með þremur leikjum. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel lögðu lið Skopje frá Makedóníu 37-29.

Þá vann Portland San Antonio frá Spáni sigur á Steua Búkarest 38-30 og Hamburg lagði Tatran Presov frá Slóvakíu 32-20, en þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elísson dæmdu þennan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×