Innlent

Vill reka breska sendiherrann úr landi

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins.
Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins.

Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslynda flokksins vill slíta stjórnmálasamstarfinu við Bretland og reka breska sendiherrann úr landi. Hann segir bresk stjórnvöld gera ósanngjarnar kröfur á íslendinga og þeir ættu að skammast sín.

„Þeir hafa ráðist á Kaupþing og stútað því sem hefur valdið okkur milljarða skaða. Það er ekkert annað fyrir okkur að gera en að sýna þeim að við ætlum ekki að eiga samstarf við þá og reka sendiherrann í burtu eins og við gerðum í þorskastríðinu," segir Grétar.

„Það dugði þá og opnaði augu þessa stórveldis sem var að ráðast á lítið ríki. Þeir ættu að skammast sín fyrir þessa hegðun."

Grétar gerir ráð fyrir því að beita sér fyrir þessu á Alþingi og mun leggja það fram vonandi í samstarfi við aðra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×