Handbolti

Stórsigur hjá Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel vann risastóran sigur á botnliði Stralsunder í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 43-22, á útivelli.

Stefan Lövgren skoraði níu mörk sem og Filip Jicha en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.

Þá vann Dormagen sinn fyrsta sigur síðan að liðið lagði Hamburg óvænt er liðið vann Balingen, 27-24.

Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað er hans lið, Grosswallstadt, tapaði fyrir Nordhorn á heimavelli, 30-23.

Þá töpuðu Jaliesky Garcia og félagar í Göppingen fyrir Hamburg, 30-23. Garcia skoraði eitt mark í leiknum.

Kiel er eitt á topi deildarinnar með nítján stig eftir tíu leiki en Göppingen er í sjötta sæti með þrettán stig. Grosswallstadt er í ellefta sæti með sjö stig.

Þá skoraði Sturla Ásgeirsson eitt mark fyrir Düsseldorf sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dag. Liðið varð að játa sig sigrað fyrir Delitzsch á útivelli, 33-29.

Hitt Íslendingaliðið í suðurriðli B-deildarinnar tapaði einnig í dag er Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Bittenfeld töpuðu fyrir Wallau, 31-28.

Düsseldorf er í öðru sæti riðilsins með ellefu stig en Bittenfeld í sextánda sæti með fimm stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×