Handbolti

Ingimundur til Minden

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingimundur Ingimundarson.
Ingimundur Ingimundarson.

Ingimundur Ingimundarson er líklega á leið í þýska handboltann þar sem hann hefur tekið samningi frá Minden.

Ingimundur varð norskur meistari með Elverum í vor.

Forráðamenn Elverum vilja alls ekki missa Ingimund og vilja fá fyrir hann bætur. Þeir segjast þó skilja það vel að Ingimundur vilji reyna fyrir sér í Þýskalandi og segjast ekki ætla að ganga gegn hans vilja. Ingimundur er 28 ára.

„Diddi (Ingimundur) hefur gert mjög góða hluti fyrir félagið og við erum honum þakklátir. Við vonum að honum muni vegna sem allra best í framtíðinni," sagði Kjell Kulvedrøsten, hæstráðandi hjá Elverum.

Minden slapp naumlega við fall úr þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×