Handbolti

Umdeilt sigurmark Noregs

Elvar Geir Magnússon skrifar
Noregur komst í úrslitin.
Noregur komst í úrslitin.

Noregur mætir Rússlandi í úrslitaleiknum í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking. Noregur vann nauman sigur á Suður-Kóreu í undanúrslitum 29-28.

Liðsmenn Suður-Kóreu voru allt annað en sáttir og mótmæltu dómgæslunni í leiknum harðlega. Telja þeir að sigurmarkið í leiknum hafi komið tveimur sekúndum eftir að leiktímanum var lokið.

Þjálfari norska liðsins, Marit Breivik, vildi ekki tjá sig um atvikið. Hún segist hafa verið illa staðsett á þessum tímapunkti. Hún sagði á blaðamannafundi eftir leik að hún treysti að dómarar leiksins hafi gert rétt. Fulltrúar Suður-Kóreu mættu ekki á blaðamannafundinn í mótmælaskyni.

Rússland vann sigur á Ungverjalandi 22-20 í hinum undanúrslitaleiknum. Noregur og Rússland hafa mæst í úrslitum á síðustu þremur stórmótum í handbolta kvenna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×