Handbolti

Hreiðar: Vörnin var geðveik

Hreiðar var í banastuði
Hreiðar var í banastuði

Hreiðar Guðmundsson var að vonum kátur eftir sigur Íslendinga á Slóvökum á EM í dag en það var ekki síst fyrir stórleik Hreiðars í fyrri hálfleik að íslenska liðið landaði sigrinum.

"Já, ætli það ekki," sagði Hreiðar í samtali við Í Blíðu og Stríðu þegar hann var spurður að því hvort fyrri hálfleikurinn í kvöld hefði verið hans besti á ferlinum.

"Vörnin var geðveik. Það var sorglegt að við slökuðum aðeins á í síðari hálfleik í stað þess að vinna þá með 15 mörkum," sagði Hreiðar og bætti við að íslenska liðið ætti möguleika á að vinna Frakkana á morgun.

Smelltu hér til að lesa allt viðtalið við Hreiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×