Handbolti

Alfreð: Verðum að passa okkur á Slóvökunum

AFP

Íslenska landsliðiði í handbolta spilar í dag annan leikinn sinn á EM í Noregi þegar það mætir liði Slóvaka klukkan 17:15. Alfreð Gíslason segir Slóvakana sýnda veiði en ekki gefna.

"Það er margt (við þetta lið) sem við þekkjum ekki, þetta eru ekki stærstu nöfnin í handboltanum. Þeir þekkjast mjög vel innbyrðis þar sem margir spila með sama liðinu í heimalandinu. Þetta er seigt lið sem við verðum að passa okkur á," sagði Alfreð í samtali við Í blíðu og stríðu.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×