Handbolti

Spánverjar mótherjar Íslands í undanúrslitum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Íslands og Spánar á Evrópumótinu.
Úr leik Íslands og Spánar á Evrópumótinu.

Spánn vann Suður-Kóreu 29-24 í átta liða úrslitum handboltamóts Ólympíuleikanna. Það er því ljóst að Spánverjar verða mótherjar okkar Íslendinga í undanúrslitum á föstudag.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik tóku Spánverjar öll völd. Allt féll með Spáni sem náði mest átta marka forystu.

Leikur Íslands og Spánar á föstudag verður klukkan 12:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×