Handbolti

Alfreð að taka við Kiel?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason.

Fjölmiðlar í Þýskalandi fullyrða að Alfreð Gíslason sé að ná samningum við Þýskalandsmeistara Kiel um að verða næsti þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vefsíðunni handball-world.

Þar er sagt að síðan hafi fengið upplýsingar um þetta í gær og í morgun hafi hún síðan fengið þetta staðfest hjá áreiðanlegum heimildarmanni.

Alfreð er samningsbundinn Gummersbach en félagið er víst tilbúið að láta hann lausan og því á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×