Handbolti

Íslendingaliðin töpuðu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Birkir Ívar varði aðeins eitt skot í kvöld.
Birkir Ívar varði aðeins eitt skot í kvöld.

Tveir leikir voru í þýska handboltanum í kvöld. Kiel komst í efsta sæti deildarinnar með stórsigri á Nettelstedt Lübbecke 46-27. Birkir Ívar Guðmundsson varði eitt skot í leiknum.

Þórir lék hluta af leiknum fyrir Nettelstedt en hann er að jafna sig af meiðslum. Þá tapaði Wilhelmshaven 26-32 fyrir Nordhorn en Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshaven sem er í neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×