Erlent

Enska kirkjan segir „sorry“ við Darwin

Óli Tynes skrifar
Charles Darwin.
Charles Darwin.

Enska biskupakirkjan ætlar að biðja Charles Darwin afsökunar á því að hafa hafnað þróunarkenningu hans fyrir nær 150 árum.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að með þessum viðbrögðum hafi kirkjan endurtekið mistökin sem hún gerði á 17 öld þegar hún hafnaði kenningum Galíleós í stjörnufræðum.

Þessi djarfa afsökunarbeiðni mun án efa hrella þá innan ensku kirkjunnar sem trúa sköpunarsögunni og líta á kenningar Darwins sem öndverðar við kristna kenningu.

Afsökunin verður borin fram í tilefni af því að 12 febrúar á næsta ári verða liðin 200 ár frá því að vísindamaðurinn fæddist.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×