Handbolti

Svona komst Ísland á Ólympíuleikana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ég veit, Alfreð, þetta er flókið.
Ég veit, Alfreð, þetta er flókið. Mynd/Pjetur

Eitt aðalmálið á EM í Noregi snerist um hvaða tvær þjóðir urðu síðastar til að tryggja sér sæti í undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í sumar.

En það er ekki auðvelt að klóra sig í gegnum ferlið sem gefur af sér þær tólf þjóðir sem fá þátttökurétt á Ólympíuleikunum.

Nú þegar hafa bara fjórar þjóðir tryggt sér farseðilinn til Peking. Þær eru eftirtaldar:

Gestgjafar: Kína

Heimsmeistarar: Þýskaland

Ameríkumeistarar: Brasilía

Afríkumeistarar: Egyptaland

Það þýðir að enn á eftir að finna átta keppnisþjóðir fyrir Ólymíuleikana.

2 laus sæti fyrir álfumeistara:

Evrópumeistarar*: Króatía, Danmörk eða Noregur.

Asíumeistarar: Suður-Kórea eða Japan.

* eða silfurhafar á EM ef Þýskaland verður Evrópumeistari.

6 laus sæti fyrir undankeppnina:

Undanriðill 1 (í Póllandi): Tvö efstu liðin

Undanriðill 2 (í Danmörku*): Tvö efstu liðin

Undanriðill 3 (í Frakklandi*): Tvö efstu liðin

* Ef Danmörk eða Frakkland verða Evrópumeistarar mun einn undanriðlanna færast til Króatíu.

- Undankeppnin fer fram dagana 30. maí til 1. júní 2008.

Semsagt, fjórir álfumeistarar komast á Ólympíuleikanna, auk heimsmeistaranna, gestgjafanna og sex þjóða úr undanriðlunum. Það gera samanlagt tólf þjóðir.

Við skulum skoða hvaða lið eru búin að tryggja sér sæti í undanriðlunum:

Undanriðill 1:

Pólland (2. sæti á HM)

Ísland (7. sæti á HM)

Argentína (3. sæti í Ameríkumótinu)

Svíþjóð eða Noregur

Undanriðill 2:

Danmörk eða Frakkland (3. sæti á HM)

Spánn (6. sæti á HM)

Túnis (2. sæti í Afríkukeppninni)

Svíþjóð eða Noregur

Undanriðill 3:

Frakkland eða Króatía (4. sæti á HM)

Rússland (5. sæti á HM)

Alsír (3. sæti í Afríkukeppninni)

Suður-Kórea eða Japan

Þar sem Ísland lenti í áttunda sæti í heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi í fyrra, fær Ísland sjálfkrafa þátttökurétt í undankeppninni ef eitthvað af liðunum sem lenti í 2.-7. sæti á HM verður Evrópumeistari.

Þar sem Danmörk, Króatía, Frakkland og Þýskaland komust áfram í undanúrslitin á EM í Noregi, er ljóst að það mun ganga eftir. Öll þessi lið voru búin að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum fyrir EM í Noregi.

Það þýðir að Ísland (8. sæti á HM í fyrra), Spánn (7. sæti) og Rússland (6. sæti) færast öll upp um eitt sæti.

Það á svo eftir að ráðast hvort Danmörk, Frakkland eða Króatía tryggja sér farseðilinn beint á Ólympíuleikana sem Evrópumeistarar.

Ef Þýskaland verður Evrópumeistari, fær liðið sem lendir í öðru sæti á EM farseðilinn til Peking sem álfumeistari Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×