Handbolti

Logi markahæstur í góðum sigri Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Logi Geirsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur

Logi Geirsson var markahæstur er hann skoraði sjö mörk fyrir Lemgo sem vann góðan sigur á Flensburg, 30-29, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Logi skoraði fimm marka sinna úr vítaköstum en hin mörkin tvö komu á mikilvægum leikkafla undir lok leiksins. Það var Martin Strobel sem skoraði sigurmark leiksins á lokamínútu leiksins.

Lemgo er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur á eftir Kiel sem á leik til góða. Flensburg er í fjórða sætinu með nítján stig en liðið á einnig leik til góða á hinn toppliðin, fyrir utan Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×