Niður með lýðræðið Davíð Þór Jónsson skrifar 22. júní 2008 07:30 Lýðræði er rugl. Það er dýrt í rekstri, seinvirkt og skilar sjaldnast gáfulegri niðurstöðu en þeirri sem hvort sem er hefði verið komist að með öðrum aðferðum. Það gengur yfirleitt út á að láta hóp fólks, sem annars gæti orðið að gagni, fjasa og þusa klukkustundum saman til að ákveða það sem allan tímann var augljóst að væri það eina sem kæmi til greina og einn maður með vit í kollinum hefði getað afgreitt á hálfri mínútu og notað restina af tímanum í eitthvað skynsamlegra. Alþingi Íslendinga er eitt skýrasta dæmið um þá tíma- og mannauðssóun sem í lýðræði felst. Þar eyða tugir hæfileikaríkra og dugandi Íslendinga ævinni í eitthvað sem einn kontóristi með stimpil gæti annast í hlutastarfi; að samþykkja lög frá ríkisstjórn. Að vísu kæmist hann ekki upp með að ákveða sjálfur kjör sín, en það er líka eini munurinn. Þarna eru listamenn, fræðimenn, viðskiptamenn og aflaskipstjórar, sem gætu verið að auðga menningar-, lista- og atvinnulíf þjóðarinnar og draga björg í þjóðarbúið, að vinna þjóðinni minna gagn með kjaftæði og vaðli en þeir myndu gera þegjandi með skóflu úti í skurði. Þeir eru hins vegar á miklu hærra kaupi, sem þeir eiga grunsamlega auðvelt með að koma sér saman um að sé eðlilegt, einkum miðað við hvernig samkomulagið er að öðru leyti. Satt að segja skilar lýðræðið oftast lökustu hugsanlegu niðurstöðunni. Miðjumoð og málamiðlanir eru megineinkenni þess. Þegar annar segir A og hinn B verður málamiðlunin eitthvert afskræmi mitt á milli A og B, sem er hvorugt og því aðeins eitthvert merkingarlaust og ónothæft pár. Enda er þannig komið fyrir lýðræðinu hér á landi að fulltrúar okkar verja starfsævinni í að þrátta sín á milli um það nákvæmlega hvar á miðakrein hins gullna meðalvegar sé best að halda sig og láta það líta út eins og himinn og haf skilji að heimsmynd þeirra, lífssýn og hugsjónir. Þess vegna er þessi gagnrýnislausa lotning fyrir lýðræðinu, sem okkur er innrætt frá blautu barnsbeini, gjörsamlega ofvaxin skilningi mínum. Orðið „lýðræðislegt" er oftast notað sem samheiti fyrir „gott og heiðarlegt", jafnvel þótt sagan sýni að leikreglur lýðræðisins séu síður en svo neins konar endanleg trygging alþýðunnar gegn óhæfum leiðtogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Lýðræði er rugl. Það er dýrt í rekstri, seinvirkt og skilar sjaldnast gáfulegri niðurstöðu en þeirri sem hvort sem er hefði verið komist að með öðrum aðferðum. Það gengur yfirleitt út á að láta hóp fólks, sem annars gæti orðið að gagni, fjasa og þusa klukkustundum saman til að ákveða það sem allan tímann var augljóst að væri það eina sem kæmi til greina og einn maður með vit í kollinum hefði getað afgreitt á hálfri mínútu og notað restina af tímanum í eitthvað skynsamlegra. Alþingi Íslendinga er eitt skýrasta dæmið um þá tíma- og mannauðssóun sem í lýðræði felst. Þar eyða tugir hæfileikaríkra og dugandi Íslendinga ævinni í eitthvað sem einn kontóristi með stimpil gæti annast í hlutastarfi; að samþykkja lög frá ríkisstjórn. Að vísu kæmist hann ekki upp með að ákveða sjálfur kjör sín, en það er líka eini munurinn. Þarna eru listamenn, fræðimenn, viðskiptamenn og aflaskipstjórar, sem gætu verið að auðga menningar-, lista- og atvinnulíf þjóðarinnar og draga björg í þjóðarbúið, að vinna þjóðinni minna gagn með kjaftæði og vaðli en þeir myndu gera þegjandi með skóflu úti í skurði. Þeir eru hins vegar á miklu hærra kaupi, sem þeir eiga grunsamlega auðvelt með að koma sér saman um að sé eðlilegt, einkum miðað við hvernig samkomulagið er að öðru leyti. Satt að segja skilar lýðræðið oftast lökustu hugsanlegu niðurstöðunni. Miðjumoð og málamiðlanir eru megineinkenni þess. Þegar annar segir A og hinn B verður málamiðlunin eitthvert afskræmi mitt á milli A og B, sem er hvorugt og því aðeins eitthvert merkingarlaust og ónothæft pár. Enda er þannig komið fyrir lýðræðinu hér á landi að fulltrúar okkar verja starfsævinni í að þrátta sín á milli um það nákvæmlega hvar á miðakrein hins gullna meðalvegar sé best að halda sig og láta það líta út eins og himinn og haf skilji að heimsmynd þeirra, lífssýn og hugsjónir. Þess vegna er þessi gagnrýnislausa lotning fyrir lýðræðinu, sem okkur er innrætt frá blautu barnsbeini, gjörsamlega ofvaxin skilningi mínum. Orðið „lýðræðislegt" er oftast notað sem samheiti fyrir „gott og heiðarlegt", jafnvel þótt sagan sýni að leikreglur lýðræðisins séu síður en svo neins konar endanleg trygging alþýðunnar gegn óhæfum leiðtogum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun