Handbolti

Mikið undir í leik Norðmanna og Svía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Norðmenn gætu tryggt sér farseðilinn til Króatíu með sigri á Svíum.
Norðmenn gætu tryggt sér farseðilinn til Króatíu með sigri á Svíum. Nordic Photos / AFP

Það lið sem sigrar í leik Noregs og Svíþjóðar um fimmta sætið á EM í handbolta vinnur sér beinan þátttökurétt á HM í Króatíu á næsta ári.

Þrjú efstu liðin á EM vinna sér farseðilinn til Króatíu. Þjóðverjar hafa hins vegar þegar tryggt sér sæti í keppninni þar sem þeir eru ríkjandi heimsmeistarar og Króatar taka vitanlega þátt sem gestgjafar.

Bæði þessi lið eru komin í undanúrslit auk Danmerkur og Frakklands. Það verða því Danir og Frakkar sem komast beint á HM auk liðsins sem lendir í fimmta sæti.

Leikurinn um fimmta sætið fer fram á morgun klukkan 12.00 að íslenskum tíma.

Króatar og Frakkar mætast svo í undanúrslitum klukkan 14.30 og Danir og Þjóðverjar klukkan 17.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×