Handbolti

Ekki spilað um 7. sætið á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gergo Ivancsik og félagar í ungverska landsliðinu urðu í áttunda sætið á EM í Noregi.
Gergo Ivancsik og félagar í ungverska landsliðinu urðu í áttunda sætið á EM í Noregi. Nordic Photos / AFP

Pólland og Ungverjaland munu ekki mætast í sérstökum leik um sjöunda sætið á EM í handbolta sem lýkur um helgina í Noregi.

Nú er ljóst að Noregur og Svíþjóð fá þau tvö sæti sem voru laus í undankeppni Ólympíuleikanna en aðeins átti að spila um 7. sætið ef sæti í undankeppni ÓL væri undir.

Það er því búið að raða í 7.-16. sæti í keppninni samkvæmt árangri liðanna en eins og Vísir greindi frá í gær varð Ísland í 11. sæti á mótinu.

7. sæti: Pólland

8. sæti: Ungverjaland

9. sæti: Spánn

10. sæti: Slóvenía

11. sæti: Ísland

12. sæti: Svartfjallaland

13. sæti: Rússland

14. sæti: Tékkland

15. sæti: Hvíta-Rússland

16. sæti: Slóvakía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×