Afmælisskrúbbið 7. mars 2008 16:33 Merkilegt hvað maður treystir öðru fólki fyrir lífi sínu og limum. Já, útlimum, búk og öllu þessu líkamlega sem sálin er að burðast með dagligdags. Fór sumsé í tyrkneska baðið í gær að kröfu konu minnar, nánar tiltekið eiginkonunnar. Það var upplifun og afhjúpun. 6. mars 2008. Laugar kl. 19.00. Fremur lágvaxinn rússneskur piltungur sem talar enga íslensku og litla ensku segir mér að strípa mig inni í grunsamlega litlu herbergi - og, klæðast einhverri þynnstu punghlíf sem ég hef augum litið - og það sem meira er; hún er með g-streng. Það kom sumsé að því: Sigmundur Ernir í g-streng. 47 ára miðaldra karl eins og hver annar kverólant. Karlmennskan hjöðnuð. Ég lagðist á grúfu eins og undarlega smár bjáni sem veit sem er að búið að að draga hann út í eina allsherjar vitleysu. Og það verður ekki aftur snúið. Litli rússinn greip vatnsslöngu á veggnum og bleytti mig hátt og lágt. Þessi litla enska sem vall úr munni hans benti til þess að ég ætti að vera alveg rólegur. Alveg rólegur. Með bláókunnugum kalli inni í blautum skáp, liggjandi á grúfu í g-streng einum fata. Nuddolíur allt í kring. Alveg rólegur. Svo skrúbbaði blessaður slavinn mig frá iljum og upp úr með grænsápubursta í svo sem eins og hálfa stund. Skrápurinn varð að engu. Undir mallaði einhver mildasta lyftutónlist veraldar - og ég sofnaði. Hann ku hafa olíunuddað mig í heila stund þar á eftir. Á meðan hraut ég í g-strengnum. Svaf eins og barnsrass ... með streng í borunni ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Merkilegt hvað maður treystir öðru fólki fyrir lífi sínu og limum. Já, útlimum, búk og öllu þessu líkamlega sem sálin er að burðast með dagligdags. Fór sumsé í tyrkneska baðið í gær að kröfu konu minnar, nánar tiltekið eiginkonunnar. Það var upplifun og afhjúpun. 6. mars 2008. Laugar kl. 19.00. Fremur lágvaxinn rússneskur piltungur sem talar enga íslensku og litla ensku segir mér að strípa mig inni í grunsamlega litlu herbergi - og, klæðast einhverri þynnstu punghlíf sem ég hef augum litið - og það sem meira er; hún er með g-streng. Það kom sumsé að því: Sigmundur Ernir í g-streng. 47 ára miðaldra karl eins og hver annar kverólant. Karlmennskan hjöðnuð. Ég lagðist á grúfu eins og undarlega smár bjáni sem veit sem er að búið að að draga hann út í eina allsherjar vitleysu. Og það verður ekki aftur snúið. Litli rússinn greip vatnsslöngu á veggnum og bleytti mig hátt og lágt. Þessi litla enska sem vall úr munni hans benti til þess að ég ætti að vera alveg rólegur. Alveg rólegur. Með bláókunnugum kalli inni í blautum skáp, liggjandi á grúfu í g-streng einum fata. Nuddolíur allt í kring. Alveg rólegur. Svo skrúbbaði blessaður slavinn mig frá iljum og upp úr með grænsápubursta í svo sem eins og hálfa stund. Skrápurinn varð að engu. Undir mallaði einhver mildasta lyftutónlist veraldar - og ég sofnaði. Hann ku hafa olíunuddað mig í heila stund þar á eftir. Á meðan hraut ég í g-strengnum. Svaf eins og barnsrass ... með streng í borunni ... -SER.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun