Dagur: Þekki austurríska landsliðið betur en það íslenska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. febrúar 2008 23:10 Dagur í leik með íslenska landsliðinu. Dagur Sigurðsson, verðandi landsliðsþjálfari Austurríkis, segir að hans bíði spennandi verkefni þar sem EM í handbolta árið 2010 verður haldið í Austurríki. „Ég þekki austurríska liðið gríðarlega vel, kannski betur en það íslenska," sagði Dagur í samtali við Vísi. Hann starfaði sem þjálfari austurríska meistaraliðsins A1-Bregenz í fjögur ár áður en hann kom til Íslands síðastliðið vor og varð framkvæmdarstjóri Vals. „Margir leikmannanna í landsliðinu voru hjá mér í Bregenz og verður það mitt verkefni að móta lið sem getur komið á óvart í þessu móti. Austurríska landsliðið hefur oft verið nálægt því að komast á stórmót en það hefur ekki tekist undanfarin ár." Fram kom í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að Dagur mun á sunnudaginn fara til Vínar þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Eins og flestir vita hafnaði Dagur boði HSÍ um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Hann segir að margt hafi komið til í ákvörðun sinni. „Fyrir það fyrsta vildi ég ekki taka að mér íslenska starfið með einhverju öðru. Það hefði kallað á vandamál á báðum vígstöðum. Það hefur líka mikið að segja að það er Ólympíuár í ár. Ef ég hefði farið með liðið þangað hefði ég verið frá vinnu nánast allt sumarið." Dagur mun halda áfram í starfi sínu hjá Val og sinna landsliðsþjálfarastarfinu samhliða því. „Þetta er ekki ósvipað því sem Alfreð Gíslason gerði sem þjálfari Gummersbach og landsliðsþjálfari Íslands. Ég held áfram minni vinnu hér heima og fékk ég mikinn skilning frá mínum vinnuveitindum um að taka þetta að mér."Hann mun því verða í góðu sambandi við sína samstarfsmenn í Austurríki en Dagur segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé stór og afar fagmannleg.„Þetta verkefni er búið að vera í gangi hjá þeim í 3-4 ár. Það er allt nú þegar til staðar. Liðið er með sitt þjálfarateymi, framkvæmdarstjóra og læknalið. Ég fékk til að mynda marga bunka af upplýsingum um alla leikmenn liðsins og ástand þeirra."„Ég vil þó taka það skýrt fram að ég er ekki að setja mig á stall gagnvart HSÍ. Ég hefði vel getað hugsað mér að fara þar inn og djöflast. En ég mat það bara svo að hitt væri betri kostur fyrir mig að þessu sinni."Hann segir að það séu ákveðnir möguleikir fyrir austurríska landsliðið að standa sig vel á EM á heimavelli.„Austurríska landsliðið hefur ekki verið að standa sig eins vel og þeir eiga að sér og sé ég því ákveðna möguleika í því að það gæti komið á óvart á heimavelli."„En á móti kemur að þeir búa ekki yfir þeirri reynslu að hafa spilað á stórmótum og undir mikilli pressu. Hjá Bregenz náði ég að koma því hugarfari inn hjá mönnum að gefast ekki bara upp þegar stóru liðin koma heldur berjast allt til loka." Tengdar fréttir Dagur að taka við austurríska landsliðinu Dagur Sigurðsson staðfesti í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að hann muni líklega taka við yfirþjálfun austurríska landsliðsins í handbolta. 28. febrúar 2008 20:28 Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Dagur Sigurðsson, verðandi landsliðsþjálfari Austurríkis, segir að hans bíði spennandi verkefni þar sem EM í handbolta árið 2010 verður haldið í Austurríki. „Ég þekki austurríska liðið gríðarlega vel, kannski betur en það íslenska," sagði Dagur í samtali við Vísi. Hann starfaði sem þjálfari austurríska meistaraliðsins A1-Bregenz í fjögur ár áður en hann kom til Íslands síðastliðið vor og varð framkvæmdarstjóri Vals. „Margir leikmannanna í landsliðinu voru hjá mér í Bregenz og verður það mitt verkefni að móta lið sem getur komið á óvart í þessu móti. Austurríska landsliðið hefur oft verið nálægt því að komast á stórmót en það hefur ekki tekist undanfarin ár." Fram kom í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að Dagur mun á sunnudaginn fara til Vínar þar sem hann mun skrifa undir samninginn. Eins og flestir vita hafnaði Dagur boði HSÍ um að taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Hann segir að margt hafi komið til í ákvörðun sinni. „Fyrir það fyrsta vildi ég ekki taka að mér íslenska starfið með einhverju öðru. Það hefði kallað á vandamál á báðum vígstöðum. Það hefur líka mikið að segja að það er Ólympíuár í ár. Ef ég hefði farið með liðið þangað hefði ég verið frá vinnu nánast allt sumarið." Dagur mun halda áfram í starfi sínu hjá Val og sinna landsliðsþjálfarastarfinu samhliða því. „Þetta er ekki ósvipað því sem Alfreð Gíslason gerði sem þjálfari Gummersbach og landsliðsþjálfari Íslands. Ég held áfram minni vinnu hér heima og fékk ég mikinn skilning frá mínum vinnuveitindum um að taka þetta að mér."Hann mun því verða í góðu sambandi við sína samstarfsmenn í Austurríki en Dagur segir að umgjörðin í kringum landsliðið sé stór og afar fagmannleg.„Þetta verkefni er búið að vera í gangi hjá þeim í 3-4 ár. Það er allt nú þegar til staðar. Liðið er með sitt þjálfarateymi, framkvæmdarstjóra og læknalið. Ég fékk til að mynda marga bunka af upplýsingum um alla leikmenn liðsins og ástand þeirra."„Ég vil þó taka það skýrt fram að ég er ekki að setja mig á stall gagnvart HSÍ. Ég hefði vel getað hugsað mér að fara þar inn og djöflast. En ég mat það bara svo að hitt væri betri kostur fyrir mig að þessu sinni."Hann segir að það séu ákveðnir möguleikir fyrir austurríska landsliðið að standa sig vel á EM á heimavelli.„Austurríska landsliðið hefur ekki verið að standa sig eins vel og þeir eiga að sér og sé ég því ákveðna möguleika í því að það gæti komið á óvart á heimavelli."„En á móti kemur að þeir búa ekki yfir þeirri reynslu að hafa spilað á stórmótum og undir mikilli pressu. Hjá Bregenz náði ég að koma því hugarfari inn hjá mönnum að gefast ekki bara upp þegar stóru liðin koma heldur berjast allt til loka."
Tengdar fréttir Dagur að taka við austurríska landsliðinu Dagur Sigurðsson staðfesti í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að hann muni líklega taka við yfirþjálfun austurríska landsliðsins í handbolta. 28. febrúar 2008 20:28 Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Dagur að taka við austurríska landsliðinu Dagur Sigurðsson staðfesti í þættinum Utan vallar á Sýn í kvöld að hann muni líklega taka við yfirþjálfun austurríska landsliðsins í handbolta. 28. febrúar 2008 20:28