Hressandi kreppa Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 30. apríl 2008 00:01 Þótt samúð með vörubílstjórum hafi runnið út í sandinn fer ekki hjá því ópin um eldsneytishækkun hafi orðið bensín á dýrtíðarhræðsluna. Sniðugt, ekki satt? Hroðaleg verðbólga ekki lengur bara bráðum heldur núna. Kennarar semja hægt og hljótt um frekar vel heppnaða launahækkun þótt enginn myndi eftir því að þeir ættu í kjarabaráttu. Og á eftir fylgir svo skriðan. Allskyns upphrópanir af ýmsum toga um yfirvofandi verðhækkanir á því sem við þurfum og verðlækkanir á því sem við eigum ýfa enn frekar upp framfærsluóttann sem allar kynslóðir á undan okkur þekktu mætavel. Áður fyrr kallaði hann á forsjálni og aðhaldssemi sem á okkar tímum heitir trúlega mótvægisaðgerðir. Það er sumsé hefð fyrir sparnaði undir ýmsum nöfnum. Skynsamt og vel gefið fólk er fyrir löngu byrjað að leggja fyrir eftir flóknum kerfum. Smá inn á höfuðstól húsnæðislánsins, prósentur af brúttótekjum inn á hina og þessa reikninga. Einn fyrir óvæntum útgjöldum, annan fyrir sumarfríið og þriðja fyrir blessuð börnin. Við hin rönkum við okkur þegar allt er komið í óefni. Vegna þess að ég er einföld sál gerðist það svona: Fiskurinn sem ég dró úr frystinum um morguninn (fékk smá forsjálni í arf) til að elda um kvöldið var keyptur í lágvöruverðsverslun (aðhaldssemin, sjáið til) og sérstaklega merktur stórum fjölskyldum. Magninnkaup henta vel þar sem mörg átvögl eru samankomin. Síðdegis innihélt pokinn hinsvegar ekki lengur kíló af ýsuflökum heldur bara 680 grömm samkvæmt vísindalegri vigtun á eldhúsborðinu og fullt af vatni. Framleiðandinn hafði á lúmskan hátt lagt sig fram um að svindla á okkur öllum. Gamli námsmaðurinn lifnaði úr dáinu á staðnum. Sá sem kreisti hverja krónu þar til hún skrækti, notaði öll sparnaðarráðin og fann sjálfur upp ný. Sá sem fór aldrei í verslun nema brýna nauðsyn bæri til nema ef búðin ætti afmæli og byði upp á grillaðar pylsur. Gleymdi veskinu heima. Fékk sér morgunkaffið í bankanum, bauð sér í mat til foreldranna, tók slátur og strætó, stoppaði í sokkana og verslaði í Góða hirðinum. Fair-trade latte, iPod, laptop og hugsunarlaust spreð er liðin tíð. Mótvægisaðgerðir heimilisins hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar
Þótt samúð með vörubílstjórum hafi runnið út í sandinn fer ekki hjá því ópin um eldsneytishækkun hafi orðið bensín á dýrtíðarhræðsluna. Sniðugt, ekki satt? Hroðaleg verðbólga ekki lengur bara bráðum heldur núna. Kennarar semja hægt og hljótt um frekar vel heppnaða launahækkun þótt enginn myndi eftir því að þeir ættu í kjarabaráttu. Og á eftir fylgir svo skriðan. Allskyns upphrópanir af ýmsum toga um yfirvofandi verðhækkanir á því sem við þurfum og verðlækkanir á því sem við eigum ýfa enn frekar upp framfærsluóttann sem allar kynslóðir á undan okkur þekktu mætavel. Áður fyrr kallaði hann á forsjálni og aðhaldssemi sem á okkar tímum heitir trúlega mótvægisaðgerðir. Það er sumsé hefð fyrir sparnaði undir ýmsum nöfnum. Skynsamt og vel gefið fólk er fyrir löngu byrjað að leggja fyrir eftir flóknum kerfum. Smá inn á höfuðstól húsnæðislánsins, prósentur af brúttótekjum inn á hina og þessa reikninga. Einn fyrir óvæntum útgjöldum, annan fyrir sumarfríið og þriðja fyrir blessuð börnin. Við hin rönkum við okkur þegar allt er komið í óefni. Vegna þess að ég er einföld sál gerðist það svona: Fiskurinn sem ég dró úr frystinum um morguninn (fékk smá forsjálni í arf) til að elda um kvöldið var keyptur í lágvöruverðsverslun (aðhaldssemin, sjáið til) og sérstaklega merktur stórum fjölskyldum. Magninnkaup henta vel þar sem mörg átvögl eru samankomin. Síðdegis innihélt pokinn hinsvegar ekki lengur kíló af ýsuflökum heldur bara 680 grömm samkvæmt vísindalegri vigtun á eldhúsborðinu og fullt af vatni. Framleiðandinn hafði á lúmskan hátt lagt sig fram um að svindla á okkur öllum. Gamli námsmaðurinn lifnaði úr dáinu á staðnum. Sá sem kreisti hverja krónu þar til hún skrækti, notaði öll sparnaðarráðin og fann sjálfur upp ný. Sá sem fór aldrei í verslun nema brýna nauðsyn bæri til nema ef búðin ætti afmæli og byði upp á grillaðar pylsur. Gleymdi veskinu heima. Fékk sér morgunkaffið í bankanum, bauð sér í mat til foreldranna, tók slátur og strætó, stoppaði í sokkana og verslaði í Góða hirðinum. Fair-trade latte, iPod, laptop og hugsunarlaust spreð er liðin tíð. Mótvægisaðgerðir heimilisins hafa gengið í endurnýjun lífdaga.