Handbolti

Frakkar bjarga íslenskum handboltamönnum í kreppunni

Einar Þorvarðarson.
Einar Þorvarðarson.

Franska handknattleikssambandið bauð karlalandsliði Íslands, nítján ára og yngri, á sinn kostnað til Frakklands til þáttöku á stóru æfingamóti eftir að HSÍ hafði hætt við að senda liðið vegna óvissu í efnahagsmálum.

Að sögn Einars Þorvarðarsonar hjá HSÍ var hætt við að senda þrjá hópa á æfingamót vegna óvissunnar í þjóðfélaginu og kom því boð Frakkanna skemmtilega á óvart. Hópurinn hélt til Frakklands í morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×