Handbolti

Hreiðar með bestu hlutfallsmarkvörslu mótsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof og íslenska landsliðsins.
Hreiðar Guðmundsson, markvörður Sävehof og íslenska landsliðsins.

Hreiðar Guðmundsson er með bestu hlutfallsmarkvörslu allra markvarða eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á EM í handbolta, samkvæmt opinberri heimasíðu mótsins.

Samkvæmt tölfræði heimasíðunnar hefur Hreiðar varið fimmtán af þeim 29 skotum sem hafa komið á hann sem gerir 52% hlutfallsmarkvörslu.

Steinar Ege, markvörður Noregs, er í öðru sæti með 48%. Hann hefur varið 43 af þeim 90 skotum sem hafa komið á hann.

Ege átti stórleik gegn Rússum þar sem Norðmenn unnu ellefu marka sigur en hlutfallsmarkvarsla hans í þeim leik var í kringum 60%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×