Handbolti

Þurfum að eiga úrvalsleik

AFP

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari veit vel að íslenska liðsins bíður gríðarlega erfitt verkefni í dag þegar það mætir liði Frakka í lokaleik sínum í D-riðlinum á EM í Noregi.

Í samtali við Í Blíðu og Stríðu í morgun sagði Alfreð að Frakkarnir væru klárlega með eitt besta liðið í keppninni og að íslensku strákarnir þyrftu að sýna "úrvalsleik" til að leggja þá.

Leikurinn hefst klukkan 17:15 í dag og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×