Sofandi hulduhrútar Þráinn Bertelsson skrifar 25. febrúar 2008 06:00 Margir líta þá hornauga sem tala um fræðigreinar sínar á skiljanlegan hátt. Það þótti ekki fínt í fræðikreðsum hér áður að vera í talsambandi við illa þveginn almúgann. Þetta er þó að breytast. En lúshægt. Svo er Jóhanni Húss og fylgismönnum hans fyrir að þakka að prestar víða um lönd tóku að tala móðurmálið við sóknarbörn sín í stað þess að halda yfir þeim ræður á latínu. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að kirkjan hafði verið starfandi í meira en eittþúsund og fjögurhundruð ár. ÞAÐ ER mikil náðargáfa að vera svo skýr í hugsun og vel máli farinn að geta lýst flóknum og sérfræðilegum hlutum þannig að allur almenningur skilji og hrífist með. Frægasti gáfumaður nútímans, Stephen Hawking, skrifar svo skemmtilega um um svarthol og afstæðiskenningu að bækur hans Saga tímans í stuttu máli og Alheimurinn í hnotskurn eru metsölubækur. Venjulegir meðalskussar í fræðunum og sofandi sauðir öfunda vitanlega þá kollega sína sem bera skykkju lærdómsins svona létt á herðum. FLESTAR stéttir í Vestur-Evrópu hafa að einhverju leyti varpað af sér þeim leyndarhjúpi og alvörudrunga sem miðaldamenn notuðu til hylja andlega fátækt sína. Þessi þróun virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum stjórnmálamönnum sem virðast vera í innbyrðis samkeppni um hver getur gert sig hulduhrútslegastan í tali og alvarlegastan í fasi. TIL MARKS um þetta er sú hneykslan sem íslenskur ráðherra hefur vakið fyrir að túlka á hreinskilinn og skiljanlega máta það sem gerist baksviðs í þeim helgileik stjórnmálanna sem stjórnmálamenn leika til þess að lokka auðtrúa almenning til að treysta sér fyrir lífi sínu og eignum. Það fer hrollur um þingheim við þá léttúð að læsa ekki launhelgunum að næturlagi fyrir almenningi. Og forsætisráðherrann muldrar ógnandi i barminn: „Ráðherrar eiga að vinna á daginn en sofa á nóttunni." Þessi djúpvitra setning getur þýtt allt frá „ætlarðu að koma okkur öllum í vandræði?" yfir í „hún Lóa litla á Brú var lagleg mær." JÓHANN HÚSS var brenndur 6. júlí árið 1415. Fyrir að tala tungumál sem almenningur skildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Margir líta þá hornauga sem tala um fræðigreinar sínar á skiljanlegan hátt. Það þótti ekki fínt í fræðikreðsum hér áður að vera í talsambandi við illa þveginn almúgann. Þetta er þó að breytast. En lúshægt. Svo er Jóhanni Húss og fylgismönnum hans fyrir að þakka að prestar víða um lönd tóku að tala móðurmálið við sóknarbörn sín í stað þess að halda yfir þeim ræður á latínu. Það gerðist þó ekki fyrr en eftir að kirkjan hafði verið starfandi í meira en eittþúsund og fjögurhundruð ár. ÞAÐ ER mikil náðargáfa að vera svo skýr í hugsun og vel máli farinn að geta lýst flóknum og sérfræðilegum hlutum þannig að allur almenningur skilji og hrífist með. Frægasti gáfumaður nútímans, Stephen Hawking, skrifar svo skemmtilega um um svarthol og afstæðiskenningu að bækur hans Saga tímans í stuttu máli og Alheimurinn í hnotskurn eru metsölubækur. Venjulegir meðalskussar í fræðunum og sofandi sauðir öfunda vitanlega þá kollega sína sem bera skykkju lærdómsins svona létt á herðum. FLESTAR stéttir í Vestur-Evrópu hafa að einhverju leyti varpað af sér þeim leyndarhjúpi og alvörudrunga sem miðaldamenn notuðu til hylja andlega fátækt sína. Þessi þróun virðist þó hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá íslenskum stjórnmálamönnum sem virðast vera í innbyrðis samkeppni um hver getur gert sig hulduhrútslegastan í tali og alvarlegastan í fasi. TIL MARKS um þetta er sú hneykslan sem íslenskur ráðherra hefur vakið fyrir að túlka á hreinskilinn og skiljanlega máta það sem gerist baksviðs í þeim helgileik stjórnmálanna sem stjórnmálamenn leika til þess að lokka auðtrúa almenning til að treysta sér fyrir lífi sínu og eignum. Það fer hrollur um þingheim við þá léttúð að læsa ekki launhelgunum að næturlagi fyrir almenningi. Og forsætisráðherrann muldrar ógnandi i barminn: „Ráðherrar eiga að vinna á daginn en sofa á nóttunni." Þessi djúpvitra setning getur þýtt allt frá „ætlarðu að koma okkur öllum í vandræði?" yfir í „hún Lóa litla á Brú var lagleg mær." JÓHANN HÚSS var brenndur 6. júlí árið 1415. Fyrir að tala tungumál sem almenningur skildi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun