Klám og kvenfrelsi Jón Kaldal skrifar 29. ágúst 2008 06:15 Hvenær, hvar og af hverju fólk vill vera nakið er enn einu sinni orðið deiluefni í höfuðborginni. Í gær kom borgarráð sér í þá undarlegu aðstöðu að gefa veitingastöðunum Óðali og Vegas heimild til að bjóða upp á nektardans á sama tíma og það samþykkti áskorun til Alþingis um að setja lög sem banna nektar-dans á Íslandi undantekningalaust. Rökin fyrir þessari afstöðu koma fram í ályktun borgarráðs, en þar segir að þverpólitísk samstaða ríki í borgarstjórn um að vinna beri gegn klámvæðingu. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna segir þetta „marka stórtíðindi ef marka má fyrri umræðu hægri manna um nektardans og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starfsemi." Sem er reyndar rangt hjá Svandísi, því fólkið sem telst til hægri í borgarstjórn hefur áður sýnt að það hefur mjög afmarkaða sýn þegar kemur að nekt og öðru sem tengist mögulega kynlífi annarra en þeirra sjálfra. Þetta var þegar þverpólitísk samstaða myndaðist í borgarstjórn um að fordæma fyrirhugað ráðstefnuhald fólks úr hinum alþjóðlega kynlífsiðnaði á Hótel Sögu. Hitt er rétt að ákveðinn geiri hægri fólks hefur gjarnan tekið að sér að verja málstað þeirra sem starfa í kynlífsiðnaðinum. Þar á meðal þeirra sem fást við framleiðslu á klámefni og nektarsýningum og hinna sem vilja notfæra sér þá þjónustu. Hatrömmustu andstæðingar slíkrar starfsemi eru hins vegar annar hópur af hægri væng stjórnmálanna, sem má kalla kristilega íhaldmenn, ásamt femínistum af vinstri kantinum. Er klámið eitt af tiltölulega fáum málum sem sameinar þessa hópa. Þessi svarthvíta mynd rammar ágætlega inn hvernig umræðan um klám skiptist í tvö horn á Ísland. Annars vegar eru þeir sem berjast gegn klámi á þeim forsendum að það brjóti í bága við almennt siðgæði og/eða sé niðurlægjandi fyrir konur, og hinir sem verja það, undir merkjum frelsis einstaklingsins og andstöðu við hvers konar ritskoðun. Ef við lítum út fyrir landsteinana flækjast málin hins vegar all verulega. Ólíkt Íslandi hefur afstaðan til kláms verið djúpstætt ágreiningsmál innan kvennréttindahreyfinga víða um heim. Óvægnust hefur baráttan sjálfsagt verið meðal bandarískra femínista. Í þeirra hóp er að finna einhverja harðskeyttustu andstæðinga tilrauna til að banna kynlífstengt efni, þar sem fullorðnir og fullráða einstaklingar koma við sögu. Meðal þess sem bandarísku femínistarnir benda á er að ekkert samband sé á milli réttinda kvenna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu og framboðs klámefnis. Þvert á móti er kvennakúgun almennt ríkjandi þar sem klámefni er harðbannað en kvenfrelsi hefur blómstrað á Vesturlöndum á sama tíma og framboð af djörfu fullorðinsefni hefur aukist. Þessi hópur femínista varar við því að lög séu sett, sem gera ráð fyrir því að konur séu fórnarlömb kynlífs, undir því yfirskini að þau séu konum til varnar og til að uppræta ósiðlega starfsemi. Slík lög þjóni hagsmunum þeirra sem vilja konur aftur í sín gömlu hefðbundnu hlutverk. Þetta eru vissulega róttæk sjónarmið hjá bandarísku femínist-unum. Hógværari, og örugglega að skapi fleiri, er sú skoðun þeirra að þegar upp er staðið er frelsi hverrar manneskju til orða og athafna heilagt svo lengi sem það skaðar ekki aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Hvenær, hvar og af hverju fólk vill vera nakið er enn einu sinni orðið deiluefni í höfuðborginni. Í gær kom borgarráð sér í þá undarlegu aðstöðu að gefa veitingastöðunum Óðali og Vegas heimild til að bjóða upp á nektardans á sama tíma og það samþykkti áskorun til Alþingis um að setja lög sem banna nektar-dans á Íslandi undantekningalaust. Rökin fyrir þessari afstöðu koma fram í ályktun borgarráðs, en þar segir að þverpólitísk samstaða ríki í borgarstjórn um að vinna beri gegn klámvæðingu. Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna segir þetta „marka stórtíðindi ef marka má fyrri umræðu hægri manna um nektardans og meint atvinnufrelsi tengt slíkri starfsemi." Sem er reyndar rangt hjá Svandísi, því fólkið sem telst til hægri í borgarstjórn hefur áður sýnt að það hefur mjög afmarkaða sýn þegar kemur að nekt og öðru sem tengist mögulega kynlífi annarra en þeirra sjálfra. Þetta var þegar þverpólitísk samstaða myndaðist í borgarstjórn um að fordæma fyrirhugað ráðstefnuhald fólks úr hinum alþjóðlega kynlífsiðnaði á Hótel Sögu. Hitt er rétt að ákveðinn geiri hægri fólks hefur gjarnan tekið að sér að verja málstað þeirra sem starfa í kynlífsiðnaðinum. Þar á meðal þeirra sem fást við framleiðslu á klámefni og nektarsýningum og hinna sem vilja notfæra sér þá þjónustu. Hatrömmustu andstæðingar slíkrar starfsemi eru hins vegar annar hópur af hægri væng stjórnmálanna, sem má kalla kristilega íhaldmenn, ásamt femínistum af vinstri kantinum. Er klámið eitt af tiltölulega fáum málum sem sameinar þessa hópa. Þessi svarthvíta mynd rammar ágætlega inn hvernig umræðan um klám skiptist í tvö horn á Ísland. Annars vegar eru þeir sem berjast gegn klámi á þeim forsendum að það brjóti í bága við almennt siðgæði og/eða sé niðurlægjandi fyrir konur, og hinir sem verja það, undir merkjum frelsis einstaklingsins og andstöðu við hvers konar ritskoðun. Ef við lítum út fyrir landsteinana flækjast málin hins vegar all verulega. Ólíkt Íslandi hefur afstaðan til kláms verið djúpstætt ágreiningsmál innan kvennréttindahreyfinga víða um heim. Óvægnust hefur baráttan sjálfsagt verið meðal bandarískra femínista. Í þeirra hóp er að finna einhverja harðskeyttustu andstæðinga tilrauna til að banna kynlífstengt efni, þar sem fullorðnir og fullráða einstaklingar koma við sögu. Meðal þess sem bandarísku femínistarnir benda á er að ekkert samband sé á milli réttinda kvenna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu og framboðs klámefnis. Þvert á móti er kvennakúgun almennt ríkjandi þar sem klámefni er harðbannað en kvenfrelsi hefur blómstrað á Vesturlöndum á sama tíma og framboð af djörfu fullorðinsefni hefur aukist. Þessi hópur femínista varar við því að lög séu sett, sem gera ráð fyrir því að konur séu fórnarlömb kynlífs, undir því yfirskini að þau séu konum til varnar og til að uppræta ósiðlega starfsemi. Slík lög þjóni hagsmunum þeirra sem vilja konur aftur í sín gömlu hefðbundnu hlutverk. Þetta eru vissulega róttæk sjónarmið hjá bandarísku femínist-unum. Hógværari, og örugglega að skapi fleiri, er sú skoðun þeirra að þegar upp er staðið er frelsi hverrar manneskju til orða og athafna heilagt svo lengi sem það skaðar ekki aðra.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun